Viðskipti innlent

Hagar hagnast um 2,8 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. Vísir/KTD
Hagar högnuðust um 2,8 milljarða á fyrstu níu mánuðum rekstarársins sem nær frá 1. mars til 30. nóvember.

Fyrirtækið seldi vörur fyrir 57,2 milljarða króna og nam hagnaðurinn 5 prósent af veltu. Hagnaðurinn var 17 milljónum hærri en á sama tímabili fyrir ári.

Framlegð var 13.896 milljónir króna eða 24,5 prósent á tímabilinu. Framlegðin jókst lítillega eða um 0,4 prósentstig milli ára.

Eigið fé Haga nemur 15,6 milljörðum og er eignfjárhlutfalla 52,5 prósent. Skuldir Haga nema 14,1 milljarði króna og eignir 27,4 milljörðum króna.

Hagnaður á þriðja ársfjórðungi rekstarársins, frá byrjun september til nóvemberloka nam 845 milljónum króna og jókst um 15,3 prósent milli ára.

Í tilkynningu frá Högum kemur fram að drög að uppgjöri desembermánaðar lítur vel út, niðurstaðan sé betri en á fyrra ári. Þá fari janúarútsölur fara hægt af stað en áætlanir félagsins geri ráð fyrir sambærilegum horfum og á fyrra ári í janúar og febrúar.

Hagar rekar meðal annars verslanir Bónus og Hagkaupa og Debenhams, Zöru, Útilífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×