Innlent

Hafna 200 milljónum

Linda Blöndal skrifar
Stjórnin segir að engar skýringar hafi verið gefnar á þessari upphæð í fjárlögum og árangurslaust hafi verið reynt að ræða við stjórnvöld.
Stjórnin segir að engar skýringar hafi verið gefnar á þessari upphæð í fjárlögum og árangurslaust hafi verið reynt að ræða við stjórnvöld. vísir/gva
Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK ætlar að hafna þeim 200 milljónum sem honum er ætlaðar í fjörlögum næsta árs.  

Stjórn VIRK segir þetta í bréfi til Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráherra þar sem fram kemur að samkvæmt lögum og samningum hafi framlag ríkisins átti að vera ellefu hundruð milljónir.

Það er til þess að fjármagna starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga sem ekki er greitt iðgjald af til sjóðsins. Það eru einstaklingar sem standa utan vinnumarkaðar, örorkulífeyrisþega og skjólstæðingar félagsmálastofnana.

Stjórnin segir að engar skýringar hafi verið gefnar á þessari upphæð í fjárlögum og árangurslaust hafi verið reynt að ræða við stjórnvöld. Einnig segir VIRK að samkomulag hafi verið gert við ríkið í fyrra um að VIRK  tæki yfir samninga velferðarráðuneytisins við starfsendurhæfingarstöðvar gegn því að ríkið greiddi einn þriðju hluta.

Við það er ekki staðið núna segir í tilkynningu og enn fremur að með þessu verði ekki lengur fyrir hendi eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar með jöfnum aðgangi fyrir alla einstaklinga  eins og stefnt var að með lögum frá 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×