Innlent

Hafðu áhrif á nafnið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Hugvísindasvið Háskóla Íslands efna til samkeppni um nafn á nýbyggingu erlendra tungumála sem verður vígð við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta hinn 20. apríl næstkomandi.

Verðlaunum er heitið fyrir bestu tillöguna en senda má tillögur inn á vefsíðuna Hvað á húsið að heita?

Byggingin mun hýsa Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, sem mun starfa undir merkjum UNESCO.

Þar verður starfrækt fræðslu- og upplifunarsetur og í húsinu er aðstaða fyrir fyrirlestra-, ráðstefnu- og sýningarhald, vinnuaðstaða fyrir erlenda gestafræðimenn og fyrir kennslu og rannsóknir í erlendum tungumálum.

Þar verður einnig Vigdísarstofa, tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur, þar sem hægt verður að fræðast um líf hennar og störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×