Erlent

Hafa fundið lík 24 einstaklinga sem fórust í eldsvoða á tónleikum í Oakland

Anton Egilsson skrifar
Vöruhúsið þar sem tónleikarnir fóru fram í gærkvöldi.
Vöruhúsið þar sem tónleikarnir fóru fram í gærkvöldi. Vísir/GETTY
Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir mikinn eldsvoða í vöruhúsi í Oakland í Kaliforníu sem braust út í gærkvöldi. Einungis er búið að leita á um 20 prósent af svæðinu og því er búist við að enn fleiri hafi týnt lífi sínu í eldsvoðanum. Upptök eldsins eru enn óljós.

Sjá: Að minnsta kosti níu létust í eldsvoða á tónleikum í Oakland.

Á bilinu 50 til 100 manns voru staddir í tónleikunum að sögn BBC. Búið var að breyta vöruhúsinu í tónleikastað og voru listamenn með stúdíó þar en tónleikar voru í gangi húsinu þegar eldurinn kom upp. 

Svo virðist sem brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant þar sem slökkviliðsmenn ekki heyrt í neinum reykskynjurum þegar þeir komu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×