Innlent

Hafa boðað til þingfundar í kvöld klukkan tíu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Til stendur að ræða haftamál samkvæmt þeim upplýsingum sem þingmönnum hafa fengið.
Til stendur að ræða haftamál samkvæmt þeim upplýsingum sem þingmönnum hafa fengið. Vísir/Valgarður
Boðað hefur verið til þingfundar á Alþingi klukkan tíu í kvöld. Þetta staðfestir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. Hægt verður að fylgjast með þingfundinum í beinni útsendingu á Vísi í kvöld.

Sérstakt þykir að boðað hafi verið til fundar svo seint á sunnudagskvöldi. Jafnframt hefur verið boðað til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd klukkan fimm í dag. Ræða á undirbúning aðgerðaráætlunar um afnám fjármagnshafta.

Árni Páll staðfestir þetta einnig og segir að til standi að fjalla um einhvern hluta haftamálanna. Árni Páll hefur ekki fengið neinar upplýsingar um að til standi að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga.

„Planið er að nefndin fjalli um þetta fyrirfram þannig að það þurfi ekki að vísa málinu til nefndar. Svo verði hægt að afgreiða þetta í rikk á sem stystum tíma,“ útskýrir Árni Páll. Hann bætir þó við að það fari auðvitað eftir eðli mála hverju sinni hvort slíkt plan gengur eftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×