Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 10:59 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna. Vísir Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. „Hér er verið að ítreka og við getum jafnvel sagt að verið sé að festa enn frekar í sessi varnarsamninginn frá árinu 1951. Í okkar huga er það tímaskekkja,“ segir Steinunn Þóra í samtali við Vísi en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins núna fyrir hádegi. Hún segir að Vinstri græn telji öryggi Íslands best borgið utan hernaðarbandalaga enda geri það okkur frekar að skotmarki að vera með erlendan her hér. „Við getum einnig beitt okkur mikið frekar á alþjóðavettvangi fyrir friði sem herlaus þjóð ef við erum ekki partur af hernaðarbandalögum,“ segir Steinunn Þóra. Að mati Vinstri grænna er með yfirlýsingunni verið að leggja grunn að því að Bandaríkjaher komi aftur til landsins með aukinni viðveru nú. „Þar á bæ er aukinn áhugi á að vera með aukin umsvif hér á landi og þessi yfirlýsing sýnir það svart á hvítu að það er líka áhugi hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir því,“ segir Steinunn Þóra. Herinn fór héðan árið 2006 en óttast Vinstri græn nú, í kjölfar yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda, að herinn komi einfaldlega aftur? „Það er í það minnsta verið að leggja grunninn að því að herinn verði hér með meiri umsvif en verið hefur síðustu ár og þar með er auðvitað alltaf auðveldara og auðveldara að stíga skrefið í þá veru að auka alltaf umsvifin meira og meira. Þannig að já við höfum áhyggjur af því að hér sé verið að taka fyrstu skrefin að því að herinn komi aftur.“ Yfirlýsingu Steinunnar Þóru vegna málsins má sjá hér að neðan:Vegna frétta af undirritun sameiginlegrar yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og Utanríkisráðuneytis Íslands 29. júní vill fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Utanríkismálanefnd Alþingis koma eftirfarandi á framfæri:Á liðnum mánuðum hafa ítrekað birst í erlendum fjölmiðlum fegnir af áformum um aukin umsvif Bandaríkjahers á Íslandi. Er þar skemmst að minnast umræðu um breytingar á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli. Viðbrögð íslenskra ráðamanna hafa frá upphafi verið á þá leið að gera lítið úr málinu með orðhengilshætti um að ekki séu uppi viðræður um „viðvarandi veru“ herliðs á Íslandi.Í ljósi þessa aðdraganda er það óviðunandi að utanríkisráðherra beið fram á síðasta starfsdag nefnda fyrir sumarleyfi með að upplýsa utanríkismálanefnd um að til stæði að undirrita þessa yfirlýsingu. Það er ótækt að ráðherrar hindri opna og upplýsta umræðu um mikilvæg mál með því að beita slíkum brögðum. Málefni sem þessi má ekki loka inni í utanríkismálanefnd þar sem fulltrúar eru bundnir trúnaði.Yfirlýsingin festir enn frekar í sessi herflugæfingar þær sem kallaðar hafa verið „loftrýmisgæsla“ sem og viðveru kafbátarleitarvéla á landinu. Því ber að túlka yfirlýsinguna sem skref íslenskra og bandarískra stjórnvalda í þá átt að starfrækja herstöð á Íslandi líkt og gert var um áratuga skeið.Markmið yfirlýsingarinnar er greinilega að skerpa á Varnarsamningnum frá 1951. Það teljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vera skref til fortíðar og nær væri að segja samningnum upp enda var hann gerður við allt aðrar aðstæður en nú ríkja.Öryggi Íslands á 21. öldinni verður ekki tryggt með hernaðarbandalögum, orrustuflugvélum eða öðrum vígtólum. Það er skýr stefna VG að Ísland eigi að vera herlaust land og standa utan hernaðarbandalaga en efla þátttöku sína í stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar sem öll ríki eiga aðild, svo og í stofnunum eða samtökum eins og Norðurlandaráði, Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. „Hér er verið að ítreka og við getum jafnvel sagt að verið sé að festa enn frekar í sessi varnarsamninginn frá árinu 1951. Í okkar huga er það tímaskekkja,“ segir Steinunn Þóra í samtali við Vísi en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins núna fyrir hádegi. Hún segir að Vinstri græn telji öryggi Íslands best borgið utan hernaðarbandalaga enda geri það okkur frekar að skotmarki að vera með erlendan her hér. „Við getum einnig beitt okkur mikið frekar á alþjóðavettvangi fyrir friði sem herlaus þjóð ef við erum ekki partur af hernaðarbandalögum,“ segir Steinunn Þóra. Að mati Vinstri grænna er með yfirlýsingunni verið að leggja grunn að því að Bandaríkjaher komi aftur til landsins með aukinni viðveru nú. „Þar á bæ er aukinn áhugi á að vera með aukin umsvif hér á landi og þessi yfirlýsing sýnir það svart á hvítu að það er líka áhugi hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir því,“ segir Steinunn Þóra. Herinn fór héðan árið 2006 en óttast Vinstri græn nú, í kjölfar yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda, að herinn komi einfaldlega aftur? „Það er í það minnsta verið að leggja grunninn að því að herinn verði hér með meiri umsvif en verið hefur síðustu ár og þar með er auðvitað alltaf auðveldara og auðveldara að stíga skrefið í þá veru að auka alltaf umsvifin meira og meira. Þannig að já við höfum áhyggjur af því að hér sé verið að taka fyrstu skrefin að því að herinn komi aftur.“ Yfirlýsingu Steinunnar Þóru vegna málsins má sjá hér að neðan:Vegna frétta af undirritun sameiginlegrar yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og Utanríkisráðuneytis Íslands 29. júní vill fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Utanríkismálanefnd Alþingis koma eftirfarandi á framfæri:Á liðnum mánuðum hafa ítrekað birst í erlendum fjölmiðlum fegnir af áformum um aukin umsvif Bandaríkjahers á Íslandi. Er þar skemmst að minnast umræðu um breytingar á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli. Viðbrögð íslenskra ráðamanna hafa frá upphafi verið á þá leið að gera lítið úr málinu með orðhengilshætti um að ekki séu uppi viðræður um „viðvarandi veru“ herliðs á Íslandi.Í ljósi þessa aðdraganda er það óviðunandi að utanríkisráðherra beið fram á síðasta starfsdag nefnda fyrir sumarleyfi með að upplýsa utanríkismálanefnd um að til stæði að undirrita þessa yfirlýsingu. Það er ótækt að ráðherrar hindri opna og upplýsta umræðu um mikilvæg mál með því að beita slíkum brögðum. Málefni sem þessi má ekki loka inni í utanríkismálanefnd þar sem fulltrúar eru bundnir trúnaði.Yfirlýsingin festir enn frekar í sessi herflugæfingar þær sem kallaðar hafa verið „loftrýmisgæsla“ sem og viðveru kafbátarleitarvéla á landinu. Því ber að túlka yfirlýsinguna sem skref íslenskra og bandarískra stjórnvalda í þá átt að starfrækja herstöð á Íslandi líkt og gert var um áratuga skeið.Markmið yfirlýsingarinnar er greinilega að skerpa á Varnarsamningnum frá 1951. Það teljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vera skref til fortíðar og nær væri að segja samningnum upp enda var hann gerður við allt aðrar aðstæður en nú ríkja.Öryggi Íslands á 21. öldinni verður ekki tryggt með hernaðarbandalögum, orrustuflugvélum eða öðrum vígtólum. Það er skýr stefna VG að Ísland eigi að vera herlaust land og standa utan hernaðarbandalaga en efla þátttöku sína í stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar sem öll ríki eiga aðild, svo og í stofnunum eða samtökum eins og Norðurlandaráði, Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.
Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent