Hætta að flagga í hálfa stöng: „Þetta er tilfinningamál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2015 12:32 Sex bæjarfulltrúar Norðurþings kusu með tillögunni en þrír voru á móti. Vísir/Vilhelm „Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira