Hætta að flagga í hálfa stöng: „Þetta er tilfinningamál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2015 12:32 Sex bæjarfulltrúar Norðurþings kusu með tillögunni en þrír voru á móti. Vísir/Vilhelm „Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda