Hætt að greiða ljósmæðranemum laun á Landspítala Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2013 09:00 Nemar í ljósmóðurfræði ganga allar vaktir, að sögn námsbrautarstjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“ Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira