Hæstiréttur snýr nauðgunardómi í sýknu Stígur Helgason skrifar 19. júní 2013 12:55 Hæstiréttur sýknaði í dag Stefán Loga Sívarsson og Þorstein Birgisson af ákæru um nauðgun í nóvember 2011. Héraðsdómur hafði áður sakfellt þá báða og dæmt Stefán í fimm ára fangelsi og Þorstein í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp skömmu eftir klukkan ellefu í morgun. Í honum er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur gagnrýnd og sagt að þar hafi verið dregnar ályktanir af framburði ætlaðs brotaþola sem ekki fáist staðist. Meirihluti Hæstaréttar segir að verulegs misræmis gæti um ýmis mikilvæg atriði í framburði stúlkunnar, sem var rétt tæplega nítján ára gömul þegar atburðurinn átti sér stað. Engu að síður segi í héraðsdómnum að hún hafi borið „á sama veg og fyrr“ frá einni skýrslugjöf til annarrar, jafnvel þótt það eigi sér ekki stoð. Þá stangist framburður hennar sumpart á við það sem sýnileg sönnunargögn taki af tvímæli um. Stefán, sem er þekktur sem annar Skeljagrandabræðra, og Þorsteinn neituðu báðir sök og kváðu samræðið hafa verið með fullum vilja stúlkunnar. Niðurstaða Hæstaréttar er að gegn þeim framburði tvímenninganna hafi ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á sekt þeirra. Þá segir einnig í dómi Hæstaréttar að annmarkar séu á rannsókn lögreglu „sem úr því sem komið er verður ekki séð að unnt væri að bæta úr nema að hluta“. Er þar meðal annars átt við að ekki hafi verið teknar skýrslur af ýmsum vitnum sem varpað hefðu getað skýrara ljósi á málið, ekki hafi verið kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð og gagna um símtöl ekki aflað.Ingibjörg skilar sératkvæði Fimm reynslumestu dómarar Hæstaréttar dæmdu málið og fjórir þeirra mynduðu meirihlutann: Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Einn dómaranna, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilar hins vegar sératkvæði og vill sakfella tvímenningana. Í sératkvæðinu segist Ingibjörg telja „hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um það brot sem þeir eru ákærðir fyrir“. Ingibjörg segir fjölskipaðan héraðsdóm hafa metið framburð stúlkunnar trúverðugan og ekki sé ástæða til að vefengja það mat. Ekki gæti þar slíks ósamræmis að líkur séu á því að héraðsdómur hafi metið sönnunargildi framburðar hennar á rangan hátt. Á sama hátt hafi héraðsdómur „metið framburð beggja ákærðu ótrúverðugan og eru engin efni til að telja að það mat sé rangt“. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag Stefán Loga Sívarsson og Þorstein Birgisson af ákæru um nauðgun í nóvember 2011. Héraðsdómur hafði áður sakfellt þá báða og dæmt Stefán í fimm ára fangelsi og Þorstein í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp skömmu eftir klukkan ellefu í morgun. Í honum er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur gagnrýnd og sagt að þar hafi verið dregnar ályktanir af framburði ætlaðs brotaþola sem ekki fáist staðist. Meirihluti Hæstaréttar segir að verulegs misræmis gæti um ýmis mikilvæg atriði í framburði stúlkunnar, sem var rétt tæplega nítján ára gömul þegar atburðurinn átti sér stað. Engu að síður segi í héraðsdómnum að hún hafi borið „á sama veg og fyrr“ frá einni skýrslugjöf til annarrar, jafnvel þótt það eigi sér ekki stoð. Þá stangist framburður hennar sumpart á við það sem sýnileg sönnunargögn taki af tvímæli um. Stefán, sem er þekktur sem annar Skeljagrandabræðra, og Þorsteinn neituðu báðir sök og kváðu samræðið hafa verið með fullum vilja stúlkunnar. Niðurstaða Hæstaréttar er að gegn þeim framburði tvímenninganna hafi ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á sekt þeirra. Þá segir einnig í dómi Hæstaréttar að annmarkar séu á rannsókn lögreglu „sem úr því sem komið er verður ekki séð að unnt væri að bæta úr nema að hluta“. Er þar meðal annars átt við að ekki hafi verið teknar skýrslur af ýmsum vitnum sem varpað hefðu getað skýrara ljósi á málið, ekki hafi verið kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð og gagna um símtöl ekki aflað.Ingibjörg skilar sératkvæði Fimm reynslumestu dómarar Hæstaréttar dæmdu málið og fjórir þeirra mynduðu meirihlutann: Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Einn dómaranna, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilar hins vegar sératkvæði og vill sakfella tvímenningana. Í sératkvæðinu segist Ingibjörg telja „hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um það brot sem þeir eru ákærðir fyrir“. Ingibjörg segir fjölskipaðan héraðsdóm hafa metið framburð stúlkunnar trúverðugan og ekki sé ástæða til að vefengja það mat. Ekki gæti þar slíks ósamræmis að líkur séu á því að héraðsdómur hafi metið sönnunargildi framburðar hennar á rangan hátt. Á sama hátt hafi héraðsdómur „metið framburð beggja ákærðu ótrúverðugan og eru engin efni til að telja að það mat sé rangt“.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira