Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:15 Landris við Höfn í Hornafirði er gríðarlegt vegna bráðnunar Vatnajökuls. Fréttablaðið/Vilhelm Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent