Innlent

Hækkandi aldur Íslendinga kallar á nýjar áherslur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
vÖldrunardeildin á Vífilstöðum hefur verið yfirfull í nokkrar vikur og sumir þeirra sjötíu einstaklinga sem sitja fastir á Landspítala og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili hafa beðið mánuðum saman. Formaður Landssambands eldri borgara minnir á að lög og stjórnarskrá tryggi fólki það að geta farið á hjúkrunarheimili.

Um er að ræða sjötíu aldraða sjúklinga með svokallqað færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að fráflæði frá spítalanum inn á hjúkrunarheimili gangi hægt.

Sumir af þessum sjötíu öldruðu einstaklingum hafa beðið mánuðum saman á Landspítalanum.Verulegt álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og óvenju margir leitað þangað á síðustu vikum og langað tíma getur tekið að útskrifa einstaklinga á aðrar deildir vegna plássleysis.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir rót vandans vera skort á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu.

„Samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru stjórnvöld skyldug til að hafa þann valkost fyrir fólk að það geti farið á hjúkrunarheimili þegar það þarfnast þess,“ segir Jóna Valgerður.

Til að létta á álagi af Landspítalnum var öldrunardeildin á Vífilsstöðum opnuð í nóvember tvö þúsund og þrettán og á þremur hæðum deildarinnar dvelja sjúklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum.

Mikilvægi Vífilsstaða fyrir Landspítalann er gríðarlegt en öldrunardeildinn finnur nú sannarlega fyrir álaginu. Þar er gert ráð fyrir 42 sjúklingum að hámarki en þeir þessa stundina 48. 

Forstjóri Landspítalans segir mikilvægt að fjölga hjúkrunarrýmum en á sama tíma sé nauðsynlegt að styðja fólk svo það geti búið lengur heima. Hækkandi aldur þjóðarinnar kalli á nýja nálgun.

Þetta tekur meðal annars til þess að reisa nýjar byggingar við Landspítalann og að bæta flæði innan spítalans en einnig til nýrra lausna.

Fréttina má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×