Innlent

Hægri grænir kynna stefnumálin á Múlakaffi

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins.
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins.
Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur opnað nýja heimasíðu og á morgun verður forysta flokksins og stefna hans kynnt á Múlakaffi. Formaður flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur.

Á heimasíðunni segir að flokkurinn sé grænn borgaraflokkur. „Flokkur tíðarandans og raunsæisstjórnmála. Aðalbaráttumál flokksins eru eftirfarandi: Skuldaleiðréttingu heimilanna, 30% lækkun eldsneytis (bensín og dísel), lægra matvöruverði, lágum sköttum, beinu lýðræði, frelsi fjölmiðla og sem minnstum ríkisafskiptum. Við boðum einnig tollfrjálsan innflutning á öllum vistvænni farartækjum."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×