Viðskipti innlent

H&M opnar síðsumars 2017

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í Smáralindinni mun H&M koma í stað verslunarinnar Debenhams en henni verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári, en fyrirtækið hefur verið starfrækt hér á landi í tæp fimmtán ár.
Í Smáralindinni mun H&M koma í stað verslunarinnar Debenhams en henni verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári, en fyrirtækið hefur verið starfrækt hér á landi í tæp fimmtán ár. VÍSIR/GETTY
Stefnt er að opnun verslunarinnar H&M í Smáralind síðsumars 2017. Í framhaldinu er stefnt að opnun á Hafnartorgi árið 2018. Þetta segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, í Markaðnum í dag

Sturla segir að nokkur atriði hafi haft áhrif á komu H&M til landsins.

„Stóra málið var niðurfelling tolla og gjaldeyrishöftin spiluðu einnig þarna inn. Þetta er ekki einkaleyfisverslun, þeir reka allar sínar verslanir úti um allan heim. En það eru ýmis atriði sem hafa áhrif á það hvort þeir koma eða ekki. Það er hins vegar ekki hægt að alhæfa að það sé eitt frekar en annað,“ segir Sturla. 

Hann bendir þó á að ýmis teikn séu á lofti í íslensku atvinnulífi sem höfðu jákvæð áhrif. Eins og Vísir greindi frá voru leigusamningar við fasteignafélagið Reginn undirritaðir þann 8. júlí.



Debenhams hefur verið í Smáralind í fimmtán ár.Vísir/ERnir
Í Smáralindinni mun H&M koma í stað verslunarinnar Debenhams en henni verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári, en fyrirtækið hefur verið starfrækt hér á landi í tæp fimmtán ár.

Samningaviðræður standa yfir við Kringluna

Tilkynnt var um það í júlí að samningaviðræður stæði einnig yfir um að opna verslun H&M í Kringlunni á síðari hluta næsta árs. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita fasteignafélags, segir í samtali við Vísi að viðræður standi ennþá yfir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×