Enski boltinn

Gylfi fann fyrir náranum fyrir leikinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vonandi eru meiðsli Gylfa ekki alvarleg
Vonandi eru meiðsli Gylfa ekki alvarleg vísir/getty
„Hann er mjög teknískur og getur sent boltann á mig hvenær og hvar sem er,“ sagði Wilfried Bony um hvernig sé að leika með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Bony skoraði bæði mörk Swansea í 2-0 sigrinum á Leicester í dag og lék Gylfi Þór stórt hlutverk í báðum mörkunum en þeir félagara voru teknir í viðtal á Sky Sports sjónvarpsstöðinni strax að leiknum loknum.

Þar töluðu þeir um samvinnu sína á vellinum en Gylfi talaði einnig um meiðslin sem neyddu hann til að fara af velli í leiknum.

„Ég fann fyrir náranum snemma í leiknum, eða meira að segja fyrir leikinn. Það var fínt að fá seinna markið og tímasetningin á skiptingunni var góð,“ sagði Gylfi en hann fór rakleitt útaf eftir að Bony skoraði seinna markið í leiknum.

Swansea mætir Liverpool í deildarbikarnum á þriðjudaginn og er óvíst hvort Gylfi geti tekið þátt í þeim leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×