Enski boltinn

Gylfi fær nýjan samherja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Montero var í byrjunarliðum Ekvador í öllum leikjum þess á HM í sumar.
Montero var í byrjunarliðum Ekvador í öllum leikjum þess á HM í sumar. Vísir/Getty
Jefferson Montero, 24 ára kantmaður frá Ekvador, er genginn til liðs við Swansea en hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Montero er fimmti leikmaðurinn sem Swansea kaupir í sumar en í gær gekk félagið frá kaupum á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni.

Montero stóðst læknisskoðun í morgun og hélt þá beint út á æfingasvæðið. Hann spilaði með landsliði Ekvador á HM í Brasilíu í sumar og getur spilað á hvorum kantinum sem er. Hann er réttfættur og þykir fljótur.

Hann lék síðast með Morelia í Mexíkó en lék einnig í nokkur ár í spænska boltanum, hjá Villarreal, Levante og Real Betis.

Þeir Bafetimbi Gomis, Marvin Emnes og Stephen Kingsley komu til Swansea fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×