Enski boltinn

Gylfi: Jólamánuðurinn er mjög mikilvægur fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var spurður út leikjaálagið sem er framundan hjá Swansea í jólamánuðinum þegar hann var í viðtali hjá South Wales Evening Post.

„Við þurfum öflugan leikmannahóp því þetta verður langt tímabil og við munum örugglega lenda í einhverjum meiðslum," sagði Gylfi Þór.

„Við þurfum á leikmönnum að halda sem spila kannski ekki alla leiki en eru tilbúnir þegar kallið kemur," sagði Gylfi.

Swansea mætir Crystal Palace á laugardaginn og svo Queens Park Rangers aðeins þremur dögum síðar en báðir leikirnir fara fram á Liberty-leikvanginum í Swansea.

„Næst eru tveir heimaleikir á stuttum tíma. Við höfum verið sterkir á heimavelli og við vitum að það er mikilvægur kafli framundan. Næstu leikir eru leikir sem við ætlum að fá eitthvað út úr," sagði Gylfi.

Swansea spilar sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni fram að áramótum og átta ef við teljum með leikinn við QPR á nýársdag.

„Jólamánuðurinn er mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Gylfi.


Tengdar fréttir

Gylfi valinn sá besti í október

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var valinn besti leikmaður októbermánaðar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Swansea City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×