Viðskipti innlent

Gylfi: Ágæt lausn sem kemur sér vel fyrir alla

„Það er óhætt að segja að Seðlabankinn hefur staðið sig vel í þessum málum," segir Gylfi.
„Það er óhætt að segja að Seðlabankinn hefur staðið sig vel í þessum málum," segir Gylfi.

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að samkomulag Seðlabankans og lífeyrissjóðanna í morgun sé ágæt lausn sem komi sér vel fyrir alla sem að málinu koma. Eins og kunnugt er af fréttum keyptu lífeyrissjóðirnir íbúðabréf þau sem Seðlabankinn hafði keypt af seðlabankanum í Lúxemborg fyrr í þessum mánuði.

„Það er ástæða til að fagna þessari niðurstöðu í málinu," segir Gylfi Magnússon. „Það sem gerist er að staða ríkissjóðs batnar, gjaldeyrisforðinn eykst og tryggingarfræðileg staða lífeyriskerfisins batnar."

Gylfi segir að það hafi ekki verið síður tilefni til að fagna því að Seðlabankanum tókst fyrr í mánuðinum að ná samkomulagi við seðlabankann í Lúxemborg um þessi bréf. Það hefði létt mjög á erfiðri stöðu sem komin var upp.

„Það er óhætt að segja að Seðlabankinn hefur staðið sig vel í þessum málum," segir Gylfi.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×