MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:30

Ólafía Ţórunn upp um meira en hundrađ sćti á heimslistanum

SPORT

Gunnar Nelson verđur stjarnan í Stokkhólmi

 
Sport
18:17 07. ÁGÚST 2014
Gunnar Nelson er ósigrađur í UFC.
Gunnar Nelson er ósigrađur í UFC. VÍSIR/GETTY

Gunnar Nelson berst í aðalbardagakvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC-bardagasambandsins í Stokkhólmi þann 4. október, en þetta getur Vísir staðfest.

Gunnar samþykkti boð UFC í dag um að fara fyrir bardagakvöldinu, en þar mætir hann Bandaríkjamanninum Rick Story í veltivigtarbardaga.

Síðast barðist Gunnar í Dyflinni á Írlandi sem var annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins, en nú verður hann stjarnan. Því fylgir mun meiri athygli og auknar tekjur.

Rick Story, andstæðingur Gunnars í Svíþjóð, verður þrítugur síðar mánuðinum, en hann er í 15. sæti veltivigtarinnar á styrkleikalista UFC, þremur sætum fyrir neðan Gunnar.

Hann hefur barist 25 sinnum á ferlinum og unnið 17 sinnum, en árangur hans í UFC eru níu sigrar og sjö töp. Hann barðist síðast við Leonardo Mafra á Fight Night-kvöldi í júlí og vann með uppgjafartaki.

Story er aðeins annar af tveimur mönnum sem hafa unnið Johnny Hendricks, núverandi meistara í veltivigt UFC, en hinn var George St. Pierre, líklega sá besti frá upphafi.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Gunnar Nelson sem heldur áfram að klífa metorðastigann í UFC.

Viðtal við Gunnar birtist á Vísi innan skamms.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar Nelson verđur stjarnan í Stokkhólmi
Fara efst