ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Gunnar Nelson byrjađur ađ ćfa aftur og vill mćta Dong snemma á nćsta ári

 
Sport
08:30 07. NÓVEMBER 2016
Gunnar Nelson er byrjađur ađ ćfa á ný.
Gunnar Nelson er byrjađur ađ ćfa á ný. VÍSIR/GETTY
Tómas Ţór Ţórađrson skrifar

Ökklameiðslin sem héldu Gunnari Nelson frá því að berjast í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night-bardagakvöldi í Belfast 19. þessa mánaðar eru ekki alvarleg að sögn þjálfara hans, Johns Kavanagh.

Í viðtali við bardagafréttasíðuna MMAJunkie segir írski MMA-þjálfarinn að Gunnar sé nú þegar mættur aftur til æfinga en hann meiddist illa á sýningaræfingu þegar hann var að kynna bardagann gegn Dong á Írlandi í síðasta mánuði.

Sjá einnig: Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“

Þrátt fyrir að Gunnar sé ekki búinn að fá grænt ljós frá læknum að byrja að æfa á fullu segir Kavanagh að hann nálgist sitt besta stand og geti því líklega barist aftur fyrr heldur en seinna.

Gunnar meiđist á 1:08


„Hann er sama og byrjaður að æfa aftur,“ segir Kavanagh í viðtali þar sem hann kynnir bók sína Win og Learn. „Tímasetningin var bara þannig að hann gat ekki undirbúið sig fyrir bardaga gegn jafnöflugum andstæðingin og Dong er. Þetta snerist bara um tímasetninguna.“

Kavanagh segir að það styttist í að Gunnar verði 100 prósent heill og að þeir vonist til að hann fái að berjast snemma á árinu 2017. Enn fremur vilja þeir helst að UFC haldi sig við bardagann sem þurfti að aflýsa en Gunnar er áhugasamur um að mæta Dong sem er í áttunda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar.

„Hann er nánast alveg klár og byrjaður að æfa. Ég er að vonast eftir því að UFC setji bardagann á dagskrá snemma á árinu 2017 en við þurfum að bíða eftir þeirra úrskurði um þetta,“ segir John Kavanagh.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar Nelson byrjađur ađ ćfa aftur og vill mćta Dong snemma á nćsta ári
Fara efst