Innlent

Gunnar Birgisson pumpaði járn í turninum

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs opnaði nýja 700 fm heilsuræktarstöð World Class á 15. hæð í nýja turninum á Smáratorgi í gærdag. Við það tækifæri brá bæjarstjórinn sér í eina tækjasamstæðuna og pumpaði járn um stund.

Við opnunina tóku starfsmenn Fjölsmiðjunnar við 300.000 kr. úr hendi Hafdísar Jónsdóttur. Um var að ræða fé sem safnast hafði í áheitahlaupi World Class og Landsbankans. Í hlaupinu þreyttu nokkrir landsþekktir einstakingar kapphlaup upp á 15. hæðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×