Golf

Guðrún Brá spilaði mjög vel á Korpu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir einbeitt í morgun.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir einbeitt í morgun. vísir/stefán
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í keppni í golfi á Smáþjóðaleikunum, en fyrsti hringur af fjórum var leikinn í dag.

Guðrún Brá spilaði langbest allra í dag, en hún spilaði Korpúlfsstaðarvöll á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Sophie Sandolo frá Mónakó er í öðru sæti, en Sunna Víðisdóttir er í þriðja sæti á tveimur höggum yfir pari.

Íslenska liðið er því í forystu eftir fyrsta dag þar sem tvö bestu skorin á hverjum degi gilda.

Karen Guðnadóttir, sú þriðja í íslenska liðinu, er í fimmta sæti á fimm höggum yfir pari eins og ein stúlka frá Andorra.

Keppni heldur áfram á morgun.

Sunna Víðisdóttir spilaði vel.vísir/stefán
Karen Guðnadóttir með teighögg á Korpunni í dag.vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×