Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2014 18:48 Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp. Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp.
Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56
Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38
Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30
Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00