Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. maí 2016 19:14 Davíð beindi umræðunni m.a. að Icesave og stjórnarskránni. Vísir/Anton Brink Forsetaframjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson mættust í Eyjunni í kvöld og er óhætt að segja að nýr tónn hafi verið sleginn í kosningabaráttunni. Davíð og Guðni eru þeir tveir frambjóðendur sem hafa mestan stuðning til embættis forseta Íslands samkvæmt skoðanakönnunum. Davíð Oddsson var í nær stöðugri sókn og veittist harklega að andstæðingi sínum. Þar snérist gagnrýni hans á Guðna aðallega að málefnum tengdum Icesave samningnum sem og afstöðu hans til breytingar á stjórnarskránni.Segir Guðna hlaupast undan því að greina frá afstöðu sinni í IcesaveÞegar kom að gagnrýni Guðna varðandi Icesave vísaði Davíð í grein sem birtist í tímaritinu Reykjavík Grapevine í ágúst árið 2009, nokkrum mánuðum áður en ríkisstjórn Íslands skrifaði undir samning um greiðslur vegna tjóns af völdum Icesave ásamt fulltrúum Breta og Hollendinga. Þjóðaratkvæðagreiðslunar tvær um Icesave fóru fram í mars 2010 og í apríl 2011. Davíð hafði meðal annars eftir Guðna upp úr áðurnefndri grein; „Það getur verið að okkur líki Icesave-samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri og kannski er þetta það besta sem við, eða einhver annar, gæti fengið.“ Davíð vildi með þessu meina að Guðni hefði verið hlynntur því að greiða upp „skuldir óreiðumanna“ eins og hann orðaði það og sakaði hann um að reyna hlaupast frá því að greina þjóðinni frá þessari afstöðu sinni. „Varstu virkilega að að mæla með því að gera samning sem við gætum ekki staðið við?“, spurði Davíð Guðna meðal annars. „Hvar ættum við að hefja umræðuna um Icesave,“ spurði Guðni á móti. „Eigum við að hefja hana í blaði Reykjavík Grapevine frá 2009 eða eigum við að hefja hana með því að ræða það hvernig eftirlitsstofnanir brugðust hér? Hvernig margir ráðamenn fögnuðu því sem var í gangi og kölluðu það tæra snilld? Mér finnst þetta ósanngjarnt.“Davíð bað Guðna um að grípa ekki framm í fyrir sér þegar hann talaði.Vísir/Anton BrinkSagði Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránniDavíð beindi næst spjótum sínum að Guðna vegna afstöðu hans til stjórnarskrárbreytinga og sakaði hann um að vilja „kollvarpa“ henni. „Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum,“ svaraði Guðni. „Ég hef mælt með því að í stjórnarskrá verði bætt við ákveði þar sem almenningur geti komið að ákvörðunum með kosningu eða einhverju slíku. [...] Hefði Davíð Oddsson haft sitt fram, eða landsfundur Sjálfstæðisflokksins, þá hefði ekki verið neitt synjunarvald í stjórnarskránni þegar ósköpin gengu hér yfir á sínum tíma.“ „Þú ert staðinn að því að vera reyna hlaupa frá öllu saman,“ sagði Davíð. „Þú segir hérna að þú viljir gera gagngera, róttæka endurnýjum á stjórnarskránni. Þú segir það vera vegna hrunsins. Hvað hafði hrunið með stjórnarskránna að gera?“ „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskráarinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Hér fyrir neðan má sjá þann hluta Eyjunnar þar sem Davíð og Guðni tókust á. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu „Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki.“ 27. maí 2016 10:18 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Forsetaframjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson mættust í Eyjunni í kvöld og er óhætt að segja að nýr tónn hafi verið sleginn í kosningabaráttunni. Davíð og Guðni eru þeir tveir frambjóðendur sem hafa mestan stuðning til embættis forseta Íslands samkvæmt skoðanakönnunum. Davíð Oddsson var í nær stöðugri sókn og veittist harklega að andstæðingi sínum. Þar snérist gagnrýni hans á Guðna aðallega að málefnum tengdum Icesave samningnum sem og afstöðu hans til breytingar á stjórnarskránni.Segir Guðna hlaupast undan því að greina frá afstöðu sinni í IcesaveÞegar kom að gagnrýni Guðna varðandi Icesave vísaði Davíð í grein sem birtist í tímaritinu Reykjavík Grapevine í ágúst árið 2009, nokkrum mánuðum áður en ríkisstjórn Íslands skrifaði undir samning um greiðslur vegna tjóns af völdum Icesave ásamt fulltrúum Breta og Hollendinga. Þjóðaratkvæðagreiðslunar tvær um Icesave fóru fram í mars 2010 og í apríl 2011. Davíð hafði meðal annars eftir Guðna upp úr áðurnefndri grein; „Það getur verið að okkur líki Icesave-samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri og kannski er þetta það besta sem við, eða einhver annar, gæti fengið.“ Davíð vildi með þessu meina að Guðni hefði verið hlynntur því að greiða upp „skuldir óreiðumanna“ eins og hann orðaði það og sakaði hann um að reyna hlaupast frá því að greina þjóðinni frá þessari afstöðu sinni. „Varstu virkilega að að mæla með því að gera samning sem við gætum ekki staðið við?“, spurði Davíð Guðna meðal annars. „Hvar ættum við að hefja umræðuna um Icesave,“ spurði Guðni á móti. „Eigum við að hefja hana í blaði Reykjavík Grapevine frá 2009 eða eigum við að hefja hana með því að ræða það hvernig eftirlitsstofnanir brugðust hér? Hvernig margir ráðamenn fögnuðu því sem var í gangi og kölluðu það tæra snilld? Mér finnst þetta ósanngjarnt.“Davíð bað Guðna um að grípa ekki framm í fyrir sér þegar hann talaði.Vísir/Anton BrinkSagði Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránniDavíð beindi næst spjótum sínum að Guðna vegna afstöðu hans til stjórnarskrárbreytinga og sakaði hann um að vilja „kollvarpa“ henni. „Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum,“ svaraði Guðni. „Ég hef mælt með því að í stjórnarskrá verði bætt við ákveði þar sem almenningur geti komið að ákvörðunum með kosningu eða einhverju slíku. [...] Hefði Davíð Oddsson haft sitt fram, eða landsfundur Sjálfstæðisflokksins, þá hefði ekki verið neitt synjunarvald í stjórnarskránni þegar ósköpin gengu hér yfir á sínum tíma.“ „Þú ert staðinn að því að vera reyna hlaupa frá öllu saman,“ sagði Davíð. „Þú segir hérna að þú viljir gera gagngera, róttæka endurnýjum á stjórnarskránni. Þú segir það vera vegna hrunsins. Hvað hafði hrunið með stjórnarskránna að gera?“ „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskráarinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Hér fyrir neðan má sjá þann hluta Eyjunnar þar sem Davíð og Guðni tókust á.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu „Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki.“ 27. maí 2016 10:18 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu „Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki.“ 27. maí 2016 10:18
Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37