FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Stórir, ţungir og líklegir til afreka í Danmörku

SPORT

Guđmundur og lćrisveinar steinlágu gegn Frökkum

 
Handbolti
16:45 10. JANÚAR 2016
Guđmundur á hliđarlínunni gegn Noregi í gćr.
Guđmundur á hliđarlínunni gegn Noregi í gćr. VÍSIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Heimamenn í Frakklandi sigruðu Gullmótið í Frakklandi sem fram fór í París um helgina, en þeir unnu Danmörku 36-28 í lokaleik mótsins í dag.

Frakkland hafði unnið Noreg, en tapað fyrir Katar í aðdraganda leiksins gegn Danmörku á meðan Danir höfðu bæði unnið Katar og Noreg og dugði því jafntefli.

Frakkarnir sýndu klærnar og voru 20-14 yfir í hálfleik. Þeir héldu forystunni í síðari hálfleik og unnu því lærisveina Guðmundar Guðmundssonar örugglega, 36-28.

Þetta var fyrsti tapleikur Dana í tæpt ár, en þeir töpuðu síðast fyrir Spánverjum á heimsmeistaramótinu í fyrra, 25-24.

Það var ekki bara tapið sem var slæmt fyrir Dani því bæði Mads Christiansen og Michael Damgaard fóru af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Óljóst er hversu alvarleg meiðsli þeirra eru. 

Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM sem hefst í Póllandi í vikunni. Danir eru með Ungverjalandi, Rússlandi og Svartfjallalandi í riðli á meðan Frakkar eru með Póllandi, Makedóníu og Serbíu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđmundur og lćrisveinar steinlágu gegn Frökkum
Fara efst