FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 23:30

Nowitzki hermdi eftir furđuvíti Zaza | Myndband

SPORT

Guđmundur Árni og félagar stóđu í meisturunum

 
Handbolti
20:18 24. FEBRÚAR 2016
Guđmundur Árni Ólafsson.
Guđmundur Árni Ólafsson.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði þrjú mörk er Mors-Thy gerði jafntefli, 25-25, við Danmerkurmeistara KIF Kolding Köbenhavn í kvöld.

Það var jafnræði með liðunum lengst af en KIF náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik og gerði sig líklegt til að síga fram úr.

En heimamenn náðu að jafna metin og voru skrefi á undan á lokamínútum leiksins. Mors-Thy fékk lokasókn leiksins en Tobias Ellebæk lét verja frá sér og þar við sat.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Midtjylland sem tapaði fyrir Skjern, 32-29, í kvöld. Skjern er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Team Tvis.

Midtjylland er í tólfta sæti af fjórtán liðum í deildinni en Mors-Thy er í tíunda sætinu með sextán stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđmundur Árni og félagar stóđu í meisturunum
Fara efst