SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Guđmundur Árni og félagar stóđu í meisturunum

 
Handbolti
20:18 24. FEBRÚAR 2016
Guđmundur Árni Ólafsson.
Guđmundur Árni Ólafsson.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði þrjú mörk er Mors-Thy gerði jafntefli, 25-25, við Danmerkurmeistara KIF Kolding Köbenhavn í kvöld.

Það var jafnræði með liðunum lengst af en KIF náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik og gerði sig líklegt til að síga fram úr.

En heimamenn náðu að jafna metin og voru skrefi á undan á lokamínútum leiksins. Mors-Thy fékk lokasókn leiksins en Tobias Ellebæk lét verja frá sér og þar við sat.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Midtjylland sem tapaði fyrir Skjern, 32-29, í kvöld. Skjern er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Team Tvis.

Midtjylland er í tólfta sæti af fjórtán liðum í deildinni en Mors-Thy er í tíunda sætinu með sextán stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđmundur Árni og félagar stóđu í meisturunum
Fara efst