Enski boltinn

Guðmundur æfði með Wolves | Gæti farið í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Guðmundur í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Vísir/AFP
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður norska liðsins Sarpsborg, gæti verið á leið í ensku B-deildina en hann æfði með U-21 liði Wolves í vikunni.

Kenny Jackett, stjóri Wolves, segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin. „Hann er samningslaus þannig að það liggur ekkert á. Þetta mál gæti teygst yfir í næstu viku,“ sagði Jackett í samtali við Birmingham Mail.

Haft er eftir Guðmundi að hann telji að það væri gott tækifæri fyrir hann að spila í ensku B-deildinni, líkt og Gylfi Þór Sigurðsson fékk hjá Reading á sínum tíma.

„Aðalmálið er að finna lið sem hentar mér og mínum leikstíl. Ég var efins í fyrstu þegar ég heyrði af áhuga liða í ensku B-deildinni en þetta er sterk deild.“

„Ég hef spilað næstum alla leiki með Sarpsborg síðustu tvö árin og finnst ég tilbúinn fyrir næsta skref á mínum ferli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×