Handbolti

Guðjón Valur markahæstur þegar Barcelona tryggði sig inn í 16 liða úrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðjón Valur var góður í kvöld
Guðjón Valur var góður í kvöld vísir/barcelona
Barcelona lagði Flensburg 36-27 í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta á heimavelli í kvöld. Barcelona er efst í riðlinum og öruggt í 16 liða úrslit þó enn séu fjórar umferðir eftir í riðlinum.

Flensburg var tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14 og var jafnræði með liðunum framan af seinni hálfleik.

Þegar leið að lokum leiksins var lið Barcelona of sterkt fyrir Flensburg og tryggðu spænsku meistararnir sér öruggan sigur að lokum.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk fyrir Barcelona líkt og Kiril Lazarov. Raul Entrerrios skoraði 6 mörk og Nikola Karabatic 5.

Hjá Flensburg var Thomas Mogensen markahæstur með 7 mörk. Holger Glandorf skoraði 5 mörk.

Barcelona er með 11 stig í efsta sæti riðilsins, með stigi meira en Kolding. Flensburg er í þriðja sæti með 6 stig en fjögur lið fara áfram í 16 liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×