Handbolti

Guðjón Valur: Þetta er ótrúleg tilfinning

Guðjón Valur Sigurðsson sló á létta strengi í viðtali í gær eftir að lið hans, Barcelona, hafði tryggt sér sigur í Meistaradeildinni.

Hann var þá í viðtali hjá Íranum létta, Tom O´Brannigan, og gerði sér lítið fyrir og byrjaði viðtalið á því að spyrja Írann að upphafsspurningunni.

O´Brannigan var þó fljótur að snúa vörn í sókn og taka stjórn á viðtalinu.

„Þetta er ótrúleg tilfinning. Að ná loksins að vinna þessa keppni sem hefur verið mitt markmið í mörg ár. Þetta hefur verið ótrúleg ferð með liðinu í vetur," sagði Guðjón Valur.

„Það er erfitt að orða það hvernig manni líður eftir að hafa lagt mikið á sig í mörg ár og standa svo uppi sem sigurvegari. Tilfinningin er virkilega góð."

Guðjón Valur yfirgaf herbúðir Þýskalandsmeistara Kiel síðasta sumar til þess að spila fyrir Barcelona og hann sér ekki eftir því í dag.

„Ég vil ekki bera lið Kiel sem ég spilaði með við Barcelona-liðið í dag. Ég er mjög ánægður þar sem ég er í dag. Ég elska strákana í þessu liði og félagið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×