MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 10:00

Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir

SPORT

Guđjón Valur: Ég vil fá einn allt eđa ekkert leik og sjá hvar viđ stöndum

 
Handbolti
11:30 14. JANÚAR 2016
Guđjón Valur Sigurđsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun.
Guđjón Valur Sigurđsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun. VÍSIR/ANTON BRINK

„Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.

Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016.

Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.

Sjá einnig: Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu

Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.


Guđjón Valur Sigurđsson fagnar marki á HM í Katar.
Guđjón Valur Sigurđsson fagnar marki á HM í Katar. VÍSIR/AFP

Þurfum ekkert sumarfrí
„Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu.

„Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“

Sjá einnig: Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti

Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM.  „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur.

Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó.

„Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.

Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđjón Valur: Ég vil fá einn allt eđa ekkert leik og sjá hvar viđ stöndum
Fara efst