Guđjón Valur: Ég vil fá einn allt eđa ekkert leik og sjá hvar viđ stöndum

 
Handbolti
11:30 14. JANÚAR 2016
Guđjón Valur Sigurđsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun.
Guđjón Valur Sigurđsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun. VÍSIR/ANTON BRINK

„Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.

Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016.

Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.

Sjá einnig: Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu

Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.


Guđjón Valur Sigurđsson fagnar marki á HM í Katar.
Guđjón Valur Sigurđsson fagnar marki á HM í Katar. VÍSIR/AFP

Þurfum ekkert sumarfrí
„Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu.

„Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“

Sjá einnig: Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti

Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM.  „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur.

Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó.

„Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.

Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđjón Valur: Ég vil fá einn allt eđa ekkert leik og sjá hvar viđ stöndum
Fara efst