Grunaðir hryðjuverkamenn og ISIS-liðar í Leifsstöð Snærós Sindradóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur hefur aðgang að alþjóðlegum gagnagrunni sem gefur upplýsingar og varúðarmerki um farþega við vegabréfaeftirlit. vísir/pjetur Hingað til lands hafa komið ferðamenn sem lögreglu grunar að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. För þeirra hefur ekki verið stöðvuð heldur er yfirvöldum í því landi sem fólkið ferðast til gert viðvart. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um komu flóttafólks og aukið álag við landamæraeftirlit. Ráðherraráð Evrópusambandsins gaf út 15. júní í sumar að innleiða ætti almenna áhættuvísa við landamæravörslu. Þessir áhættuvísar hafa verið teknir upp á Keflavíkurflugvelli. Landamæraverðir eiga að vera á sérstöku varðbergi gagnvart fólki sem uppfyllir flokkun ESB. Nokkrum sinnum hefur vaknað grunur um að einstaklingur hafi tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Sérstaklega er horft til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumAð meðaltali fara fjórtán þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll daglega. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skoðað sé hvort fólk þyki líklegt til að vera tengt hryðjuverkum. Svo sem hvaðan það er að koma, hvert það sé að fara, hvort það ferðist eitt eða hafi þekkt tengsl. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart öðrum ríkjum. Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim. Þá höfum við látið vita,“ segir Ólafur. Lögreglustjórinn segir meðalhófs gætt. „Við þurfum að passa að ganga ekki of nærri fólki sem hugsanlega er ekkert nema sakleysið. Þó að menn hafi einhvern tíma framið brot eða liggi undir grun þá er ekki hægt að grípa þá á meðan það hefur ekkert sannast á þá.“ Innanríkisráðuneytið breytti reglugerð um för yfir landamæri 28. september síðastliðinn. Í breytingunni segir að innanríkisráðherra sé heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu eða þjóðaröryggi. Ákvörðunin sé tekin á grundvelli áhættumats frá ríkislögreglustjóra og í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hingað til lands hafa komið ferðamenn sem lögreglu grunar að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. För þeirra hefur ekki verið stöðvuð heldur er yfirvöldum í því landi sem fólkið ferðast til gert viðvart. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um komu flóttafólks og aukið álag við landamæraeftirlit. Ráðherraráð Evrópusambandsins gaf út 15. júní í sumar að innleiða ætti almenna áhættuvísa við landamæravörslu. Þessir áhættuvísar hafa verið teknir upp á Keflavíkurflugvelli. Landamæraverðir eiga að vera á sérstöku varðbergi gagnvart fólki sem uppfyllir flokkun ESB. Nokkrum sinnum hefur vaknað grunur um að einstaklingur hafi tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Sérstaklega er horft til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumAð meðaltali fara fjórtán þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll daglega. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skoðað sé hvort fólk þyki líklegt til að vera tengt hryðjuverkum. Svo sem hvaðan það er að koma, hvert það sé að fara, hvort það ferðist eitt eða hafi þekkt tengsl. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart öðrum ríkjum. Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim. Þá höfum við látið vita,“ segir Ólafur. Lögreglustjórinn segir meðalhófs gætt. „Við þurfum að passa að ganga ekki of nærri fólki sem hugsanlega er ekkert nema sakleysið. Þó að menn hafi einhvern tíma framið brot eða liggi undir grun þá er ekki hægt að grípa þá á meðan það hefur ekkert sannast á þá.“ Innanríkisráðuneytið breytti reglugerð um för yfir landamæri 28. september síðastliðinn. Í breytingunni segir að innanríkisráðherra sé heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu eða þjóðaröryggi. Ákvörðunin sé tekin á grundvelli áhættumats frá ríkislögreglustjóra og í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira