Viðskipti innlent

Grófu leið fyrir viðskiptavinina

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá leiðina sem starfsmenn Byko grófu.
Hér má sjá leiðina sem starfsmenn Byko grófu.
Mikill skafl myndaðist fyrir utan einn innganginn á verslun Byko í Kópavogi í óveðrinu sem skall á höfuðborgarsvæðið í dag. Starfsmenn Byko dóu þó ekki ráðalausir. Þeir grófu göng fyrir viðskiptavinina, svo þeir kæmust að innganginum.

„Já, það hefur eiginlega verið þannig að einn maður hefur bara verið í þessu í dag,“ segir Reynir Páll Magnússon, starfsmaður Byko. „Annars er búið að vera heldur rólegt að gera í dag, enda ekkert ferðaveður. Þó hafa nokkrir viðskiptavinir komið hingað og verslað, sem er auðvitað hið besta mál. En á svona dögum, þegar rólegt er að gera vegna veðurs, nýtum við tímann í að sinna öðrum þörfum verkum.“

Reynir segir mikinn snjó safnast saman fyrir framan einn inngang verslunarinnar, þar sem gengið er inn í timbursöluna. „Já, það er mikill skafrenningur og það skefur hérna fyrir dyrnar. Það hefur líka skafið vel inn í skýli og fleira. Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri.“

Hér að neðan má sjá myndir frá Byko í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×