Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 12:31 Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira