Erlent

Grínisti af Twitter kemur Edward Scissorhands til varnar í viðtali um Snowden

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jon Hendren gengst undir notendanafninu @fart á Twitter.
Jon Hendren gengst undir notendanafninu @fart á Twitter. Vísir
Grínisti af Twitter var fenginn í fréttaviðtal á sjónvarpsrásinni HLN til þess að tjá sig um Edward Snowden og innkomu hans á Twitter. Grínistinn vísaði í Edward Scissorhands allt viðtalið og fréttamaðurinn virtist ekki taka eftir neinu.

Innslagið má sjá hér að neðan.

„Jon, Twitter lokaði fyrir reikning ISIS. Af hverju gildir ekki það sama um Snowden?“ spurði fréttakonan Yasmin Vossoughian. „Hann hefur verið einangraður svo lengi,“ sagði grínistinn sem heitir Jon Hendren. „Við ættum að hlusta á hvað hann hefur að segja.“

Vossoughian spyr þá hvort það sé afsakanlegt að af völdum Snowden hafi mikið af trúnaðarupplýsingum komist í umferð. „Það væri rangt að segja að hann gæti ekki sært neinn með því sem hann gerði, hann gæti það algjörlega. En að láta hann vera útskúfaðan, að leyfa honum ekki að taka þátt í samfélaginu bara vegna þess að hann hefur skæri í stað handa, ég meina það er skrýtið.“

Vossoughian heldur áfram að spyrja Hendren, að því er virðist án þess að hafa tekið eftir því að viðmælandinn vísar til persónu úr kvikmynd. „Nú býr Snowden í Rússlandi, sumir vilja meina að það sé hræsni þar sem Rússland brýtur á mannréttindum svo margra.“

„Það er algjörlega rangt að vísa honum burt úr samfélagi manna. Við erum að koma fram við hann eins og dýr, eins og einhvern sem ætti að setja í einangrun og loka inni. Bara af því að hann var skapaður ofan á fjalli af Vincent Price, og ófullkominn. Með skæri í stað handa og ekkert hjarta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×