Viðskipti innlent

Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hótelbyggingin mun tengjast núverandi byggingum, eins og sjá má á þessari yfirlitsmynd. Af hótelinu verður stórbrotið útsýni yfir lón og hraun og sérstakt aðgengi að Bláa Lóninu innifalið. Arkitektúr verður í sama anda og núverandi byggingar Bláa Lónsins þar sem áhersla á er samspil hins náttúrulega umhverfis og hins manngerða.
Hótelbyggingin mun tengjast núverandi byggingum, eins og sjá má á þessari yfirlitsmynd. Af hótelinu verður stórbrotið útsýni yfir lón og hraun og sérstakt aðgengi að Bláa Lóninu innifalið. Arkitektúr verður í sama anda og núverandi byggingar Bláa Lónsins þar sem áhersla á er samspil hins náttúrulega umhverfis og hins manngerða. Af vefsíðu Bláa lónsins
Íslenskir fjölmiðlar héldu því fram í gær, meðal annars fréttastofa 365 miðla, að lúxushótel Marriott, sem reisa á við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur, yrði fyrsta fimm stjörnu hótelið hér á landi. Framkvæmdum á að ljúka árið 2019 en tveimur árum fyrr verður annað fimm stjörnu hótel risið við Bláa lónið, gangi allt samkvæmt áætlun. Að óbreyttu verður Marriott Edition hótelið fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík.

Á heimasíðu Grindavíkurbæjar er bent á mistök fjölmiðla frá því í gær en töluvert hefur verið fjallað um hótelið sem opna á við Bláa lónið vorið 2017.  Framkvæmdir eru komnar vestan megin við lónið og gangi allt eftir verður það risið tveimur árum á undan Marriott hótelinu.

„Hótelbyggingin mun tengjast núverandi byggingum, eins og sjá má á þessari yfirlitsmynd. Af hótelinu verður stórbrotið útsýni yfir lón og hraun og sérstakt aðgengi að Bláa Lóninu innifalið. Arkitektúr verður í sama anda og núverandi byggingar Bláa Lónsins þar sem áhersla á er samspil hins náttúrulega umhverfis og hins manngerða,“ segir á vefsíðu Bláa lónsins. Hótelið verður 7.500 fm2 að stærð og mun kostnaður hlaupa á um fjórum milljörðum króna.



Fjallað var um hótelið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar 2014.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×