Lífið

Grindavík sett á lista yfir sjö borgir sem munu breyta lífi fólks

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bláa lónið er ein af ástæðum þess að Grindavík er á listanum.
Bláa lónið er ein af ástæðum þess að Grindavík er á listanum. Vísir/Valli
Grindavík er á lista yfir sjö borgir sem munu breyta lífi fólks. Bærinn er að vísu ekki borg en er settur í hóp stórborga á borð við Istanbúl í Tyrklandi og San  Fransisco í Kaliforníu. Listinn er birtur í grein á vefsíðunni Inc. en fyrirsögn greinarinnar er: „Heimsókn til þessara sjö borga mun breyta lífi þínu.“

Höfundur greinarinnar er kallaður Peter Economy. „Að breyta um umhverfi, þó ekki sé nema í stutta stund, gæti verið einmitt það sem þú þarfnast til þess að efla persónulegan vöxt þinn og velgengni,“ segir í undirfyrirsögn greinarinnar.

Grindavík er nefnt númer fjögur í greininni en þar stendur: „Fylgdu í fótspor allra stórskáldanna og einangraðu þig á stað sem er friðsæll og rólegur. Rétt eins og Thoreau‘s Walden er hið stóra Bláa lón í Grindavík athvarf fyrir hugann. Þektu líkama þinn kísilþörungi og finndu bæði hugsanir þínar og svitaholur hreinsast.“

Hinar borgirnar sem nefndar eru á listanum, auk þeirra þriggja sem nefndar hafa verið, Hanoi í Víetnam, Höfðaborg í Suður-Afríku, Beirút í Líbanon og Kyótó í Japan.

Kísillinn heimsþekkti er nefndur í greininni. Vísir/Hörður Sveinsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×