Það væru eflaust margir til í að halda á golftöskunum hjá tveimur glaðbeittum golfkeppendum sem etja kappi á Grafarholtsvelli í dag.
Þetta eru nefnilega þeir Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, og Jörundur Guðmundsson, sem reyndar hefur ekki komið fram lengi en var meðal vinsælustu grínista og eftirhermum landsins á áttunda og níunda áratugnum. Töskuberinn gæti örugglega fengið að heyra í Eiríki Fjalari og gömlum stjórnmálamönnum milli högga.
Grínarar í golfi
