Lífið

Gríðarlegt álag var á vef Tix vegna miðasölunnar á Rammstein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir verða 20. maí.
Tónleikarnir verða 20. maí.
Miðasala á tónleika Rammstein hófst klukkan tíu í morgun á miðasöluvefnum Tix.is. Eftirvæntingin var greinilega gríðarleg þar sem mikil röð skapaðist strax klukkan tíu.

Fljótlega eftir að miðasalan fór af stað birtust skilaboðin: „Þurftum að hægja á röðinni sökum álags,“ á vefsíðu Tix.

Tónleikar Rammstein verða í Kórnum í Kópavogi þann 20. maí á næsta árið en sveitin kom fram hér á landi árið 2001. Blaðamaður Vísis fór í biðröðina rétt fyrir klukkan tíu og var hann kominn í gegn klukkan 10:55.

Rammstein hefur ekki gefið út plötu síðan í nóvember 2009, þegar hin umdeilda, Liebe Ist Fur Alle Da, kom út. Hinsvegar hefur sveitin verið gríðarlega afkastamikil við tónleikahald og ásamt því að halda stóra tónleika vítt og breitt um heim allan þá hefur sveitin gjarnan verið eitt af aðalnúmerunum á stærstu tónleikahátíðum hvers tímabils.

Tónleikarnir fyrir fimmtán árum voru frábærir og eru Íslendingar greinilega þyrstir í þessa þýsku rokksveit.

Þessi skilaboð birtust á vefnum klukkan 10:18.
Klukkan 10:52 komu síðan þessi skilaboð.

Tengdar fréttir

Risatónleikar með Rammstein í Kórnum á næsta ári

Þýska rokkhljómsveitin Rammstein hefur boðað endurkomu sína til Íslands á vormánuðum 2017, 16 árum eftir að hafa spilað hér síðast. Þrettán þúsund miðar verða í boði fyrir Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×