Grey"s-stjarna í íslensku boði 29. apríl 2009 07:00 Jónsi í Sigur Rós ásamt kærasta sínum Alex Somers og Sigurjóni Sighvatssyni.Mynd/Rich Schmitt Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð viðbrögð,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefendum og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sigurjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitthvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott partí fyrir íslenska tónlist og ekkert einhver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á framtíðina að gera.“ - fb eric dane Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Anatomy var á meðal gesta. nordicphotos/getty Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð viðbrögð,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefendum og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sigurjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitthvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott partí fyrir íslenska tónlist og ekkert einhver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á framtíðina að gera.“ - fb eric dane Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Anatomy var á meðal gesta. nordicphotos/getty
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira