Innlent

Grettir eignast nýjan bíl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hefur eignast fullbúinn Ford F350 bíl. Brynjar Helgi Magnússon, formaður Grettis, segir á vef Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að nýi bíllinn stykri björgunarsveitina til muna og geri henni mögulegt að taka þátt í vetrarverkefnum á hálendinu við verstu aðstæður. Bíllinn er búinn 49" dekkjum og öllum tilheyrandi búnaði og var honum breytt af Jeppaþjónustunni Breyti í Reykjavík sem hefur mikla sérþekkingu á breytingum á þessari bíltegund.

Brynjar segir kaupin hafa verið að frumkvæði velunnara Grettis til nokkurra ára en Finnur Reyr Stefánsson í Bæ á Höfðaströnd afhenti björgunarsveitinni bílinn gegn því að fá afhentan 12 ára gamlan Land Rover sem Grettir átti. Segir Brynjar að bílaskiptin jafnist á við 7-8 milljón króna styrk til björgunarsveitarinnar og að þeir hjá Gretti séu afar þakklátir fyrir stuðninginn og hinn öfluga bíl. Finnur kveðst ánægður með að geta stutt vel við þessa harðsnúnu björgunarsveit á Hofsósi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×