Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS 31. maí 2013 07:57 Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira