Innlent

Greiða Geira á Goldfinger 800 þúsund í skaðabætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrrum blaðamenn á Ísafold þurfa að greiða Geira 800 þúsund í bætur fyrir ummæli í blaðinu.
Fyrrum blaðamenn á Ísafold þurfa að greiða Geira 800 þúsund í bætur fyrir ummæli í blaðinu.
Hæstiréttur dæmdi í dag blaðamennina Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur til að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni, betur þekktum sem Geira á Goldfinger, 800 þúsund krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum.

Ásgeir stefndi blaðamönnunum vegna ummæla sem skrifuð voru í tímaritið Ísafold um veitingastaðinn Goldfinger sem Ásgeir rekur. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fimm ummæli í greininni skyldu dæmd dauð og ómerk.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt að ummæli í greininni skyldu dæmd ómerk og Jón Trausti og Ingibjörg skyldu greiða Ásgeiri 1 milljón króna í skaðabætur.

Í greininni er fullyrt að strax við komuna taki yfirmenn danssstúlkna á Goldfinger jafnvel flugmiðana eða vegabréfin af þeim. Þær verði að vinna fyrir farmiða og kostnaði áður en þær vinni sér inn réttinn til að yfirgefa staðinn.Þá er fullyrt að umboðsmenn séu mafía. Þessi ummæli eru á meðal þeirra sem Héraðsdómur dæmdi dauð og ómerk. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þessi tvennu ummæli væru almenns eðlis í því samhengi sem þau voru sett fram í, en ekki beint að Ásgeiri. Því skyldi sýkna þau Jón Trausta og Ingibjörgu af kröfu hans um ómerkingu þessara tveggja ummæla.

Auk þess að greiða Ásgeiri 800 þúsund í skaðabætur þurfa Jón Trausti og Ingibjörg að greiða Ásgeiri 350 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×