Greiða engan virðisaukaskatt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2013 18:30 Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira