SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Grćnar tölur á fyrsta haftalausa deginum

 
Viđskipti innlent
07:30 15. MARS 2017
Stefán Sigurđsson, forstjóri Vodafone, undirritađi samning um kaup á 365 miđlum.
Stefán Sigurđsson, forstjóri Vodafone, undirritađi samning um kaup á 365 miđlum. VÍSIR/GVA

Fjarskipti, móðurfélag Vodafone á Íslandi, var hástökkvari gærdagsins í Kauphöll Íslands þegar bréf félagsins hækkuðu um 5,5 prósent. Velta með bréf fjarskiptafélagsins nam þá 398 milljónum króna en það tilkynnti rétt fyrir opnun markaða í gær um samkomulag um kaup á rekstri 365 miðla að Fréttablaðinu og Glamour undanskildum.

Bréf verslunarfyrirtækisins Haga hækkuðu um 3,6 prósent og tryggingafélagið Sjóvá fór upp um 3,3 prósent. Þar á eftir komu bréf TM sem hækkuðu um 2,8 prósent og Skeljungs um 2,6 prósent. Nýherji var eina félagið á Aðalmarkaði Kauphallarinnar sem lækkaði í verði í gær og fór það niður um 0,7 prósent í einungis 89 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,39 prósent.

Sérfræðingar á hlutabréfamarkaði sem Markaðurinn ræddi við segja ljóst að fjárfestar séu jákvæðir gagnvart ákvörðun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta hér á landi. Einnig að fjárfestar bíði í eftirvæntingu eftir niðurstöðu peningastefnunefndar Seðlabankans sem mun í dag greina frá stýrivaxtaákvörðun sinni. Hafa greiningaraðilar spáð óbreyttum vöxtum eða að þeir lækki um 0,25 prósentustig.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Grćnar tölur á fyrsta haftalausa deginum
Fara efst