Innlent

Gosið fjarar út

Eins og sést á myndinni þá er gosið að fjara út en myndin var tekin í morgun.
Eins og sést á myndinni þá er gosið að fjara út en myndin var tekin í morgun. Mynd / Ágúst
Ekkert gos var lengur í Grímsvötnum undir morgun, að sögn Karls Ólafssonar fjallaleiðsögumanns sem var við gosstöðvarnar undir morgun, í björtu og góðu veðri.

Nú stígur aðeins gufa upp úr gígnum og það er hægt að skoða ofan í hann úr öllum áttum að sögn Karls. Gríðarlegir öskuskaflar eru á jöklinum sunnan við eldstöðina, miklu meiri en á Eyjafjallajökli í fyrra.

Kippur kom hinsvegar í eldgosið um tvö leytið í nótt og steig gosmökkurinn upp í hátt í tíu kílómetra hæð um tíma. Hann hjaðnaði svo ört og sömuleiðis öll mælanleg virkni, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun.

Engar hjálparbeiðnir bárust neyðarlínunni af öskusvæðinu í nótt. Almannavarnir hafa ekki enn gefið neitt út um stöðu mála eftir nóttina.

Veður er gott á öskusvæðinu en það er búið að opna hringveginn. Umfangsmikið hreinsunarstarf er framundan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×