Google afhenti tölvupósta starfsmanna Wikileaks: „Réttarfarslegur skandall“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2015 23:29 AP/Getty „Þetta er ótrúlegur réttarfarslegur skandall sem þarna birtist,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, um ákvörðun Google að veita bandarískum stjórnvöldum aðgang að tölvupóstum og öðrum gögnum þriggja starfsmanna Wikileaks. Kjarninn greindi fyrst frá þessu máli en þessi beiðni barst frá bandarískum stjórnvöldum til Google vegna rannsóknar á Wikileaks og stofnanda þess, Julian Assange. Eru þessar leitarheimildir fengnar með dómsúrskurði og byggðar á grun um njósnir, samsæri og þjófnaði á eigum bandarískra stjórnvalda. Kristinn Hrafnsson er einn þessara þriggja blaðamanna en hinir tveir eru Sarah Harrisson og Joseph Farrel. „Það sem er ámælisvert og ömurlegt að horfa upp á að Google spyrnti greinilega ekki við fótum eins og Twitter gerði að vísu fyrir nokkrum árum síðan þegar þeir voru krafðir um svipaðar upplýsingar,“ segir Kristinn.Ráðist á blaðamenn Hann segir að þarna sé verið að ráðast á blaðamennsku með beinum hætti. „Það er algjörlega óásættanlegt að valdaaðili eins og Google skuli lúffa, leggja niður skottið og kannski bara af nokkurri ánægju, hlaupa til að aðstoða valdið með þessum hætti,“ segir Kristinn sem segir þetta varpa ljósi á það við hvers konar kerfi er að eiga þegar þessi beiðni um aðgang að tölvupóstum starfsmanna Wikileaks er lögð fyrir dómstól sem starfar í leynd. Þarna sé verið að safna upplýsingum til að koma höggi á þá sem starfa fyrir Wikileaks án þess að þeir viti af því og án þess að fulltrúi þeirra sé viðstaddur til að halda uppi vörnum.Upplýsingar sem snerta mín einkamál Kristinn segist hafa notað Gmail töluvert sem einkapóstfang áður en hann byrjaði að starfa fyrir Wikileaks. „Ég held að í pósthólfinu sem séu ríflega 50 þúsund póstar. Þetta er náttúrlega margra ára upphleðsla, síðan fór maður að draga úr því eftir að maður fór að kynnast því hvers konar batterí þetta er,“ segir Kristinn sem segir ekkert vera í pósthólfinu sem sé ofurviðkvæmt út frá starfi mínu sem blaðamaður á sínum tíma á Íslandi eða starfsmaður Wikileaks. „Þarna er ekkert sem setur annað fólk í hættu. Hins vegar eru þetta viðkvæmar upplýsingar engu síður. Þarna eru upplýsingar sem snerta sem mín einkamál, samskipti mín við fjölskyldu og vini og svo framvegis. Jú, og töluverð samskipti við aðra blaðamenn. Þetta illskiljanlegur leikur,“ segir Kristinn og segir ótrúlegt að bandarískum stjórnvöldum hafi tekist að fá þessa beiðni samþykkta og stimplaða af dómara.„Ég sé sekur um njósnir og samsæri“ „Við erum að tala um að það þarf að sýna fram á rökstuddan undir öllum eðlilegum kringustæðum, til að dómarinn fallist á heimildir af þessu tagi. Ég get ekki túlkað það öðruvísi en að ákæruvaldið í Bandaríkjunum hafi rökstuddan grun um að ég sé sekur um njósnir og samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda og að dómarinn hafi fallist á þær röksemdir. Ég sem blaðamaður á mjög erfitt með að kyngja því að þetta geti talist eðlilegur ferill í lýðræðisríki þar sem menn hafa einhverja lágmarksvirðingu fyrir því sem blaðamenn eiga að gera.“ Wikileaks hefur krafist þess að fá að vita hvaða upplýsingar bandarísk stjórnvöld stjórnvöld fengu frá Google en Kristinn er ekki vongóður um svör. „Ég hef engar væntingar til stjórnkerfis í þessu hnignandi veldi þar sem stjórnvöld hafa greinilega tekið þá afstöðu að reyna að stroka út allar glæstar yfirlýsingar um frelsi til tjáningar, verndun blaðamanna og almenna verndun mannréttinda. “ Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Þetta er ótrúlegur réttarfarslegur skandall sem þarna birtist,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, um ákvörðun Google að veita bandarískum stjórnvöldum aðgang að tölvupóstum og öðrum gögnum þriggja starfsmanna Wikileaks. Kjarninn greindi fyrst frá þessu máli en þessi beiðni barst frá bandarískum stjórnvöldum til Google vegna rannsóknar á Wikileaks og stofnanda þess, Julian Assange. Eru þessar leitarheimildir fengnar með dómsúrskurði og byggðar á grun um njósnir, samsæri og þjófnaði á eigum bandarískra stjórnvalda. Kristinn Hrafnsson er einn þessara þriggja blaðamanna en hinir tveir eru Sarah Harrisson og Joseph Farrel. „Það sem er ámælisvert og ömurlegt að horfa upp á að Google spyrnti greinilega ekki við fótum eins og Twitter gerði að vísu fyrir nokkrum árum síðan þegar þeir voru krafðir um svipaðar upplýsingar,“ segir Kristinn.Ráðist á blaðamenn Hann segir að þarna sé verið að ráðast á blaðamennsku með beinum hætti. „Það er algjörlega óásættanlegt að valdaaðili eins og Google skuli lúffa, leggja niður skottið og kannski bara af nokkurri ánægju, hlaupa til að aðstoða valdið með þessum hætti,“ segir Kristinn sem segir þetta varpa ljósi á það við hvers konar kerfi er að eiga þegar þessi beiðni um aðgang að tölvupóstum starfsmanna Wikileaks er lögð fyrir dómstól sem starfar í leynd. Þarna sé verið að safna upplýsingum til að koma höggi á þá sem starfa fyrir Wikileaks án þess að þeir viti af því og án þess að fulltrúi þeirra sé viðstaddur til að halda uppi vörnum.Upplýsingar sem snerta mín einkamál Kristinn segist hafa notað Gmail töluvert sem einkapóstfang áður en hann byrjaði að starfa fyrir Wikileaks. „Ég held að í pósthólfinu sem séu ríflega 50 þúsund póstar. Þetta er náttúrlega margra ára upphleðsla, síðan fór maður að draga úr því eftir að maður fór að kynnast því hvers konar batterí þetta er,“ segir Kristinn sem segir ekkert vera í pósthólfinu sem sé ofurviðkvæmt út frá starfi mínu sem blaðamaður á sínum tíma á Íslandi eða starfsmaður Wikileaks. „Þarna er ekkert sem setur annað fólk í hættu. Hins vegar eru þetta viðkvæmar upplýsingar engu síður. Þarna eru upplýsingar sem snerta sem mín einkamál, samskipti mín við fjölskyldu og vini og svo framvegis. Jú, og töluverð samskipti við aðra blaðamenn. Þetta illskiljanlegur leikur,“ segir Kristinn og segir ótrúlegt að bandarískum stjórnvöldum hafi tekist að fá þessa beiðni samþykkta og stimplaða af dómara.„Ég sé sekur um njósnir og samsæri“ „Við erum að tala um að það þarf að sýna fram á rökstuddan undir öllum eðlilegum kringustæðum, til að dómarinn fallist á heimildir af þessu tagi. Ég get ekki túlkað það öðruvísi en að ákæruvaldið í Bandaríkjunum hafi rökstuddan grun um að ég sé sekur um njósnir og samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda og að dómarinn hafi fallist á þær röksemdir. Ég sem blaðamaður á mjög erfitt með að kyngja því að þetta geti talist eðlilegur ferill í lýðræðisríki þar sem menn hafa einhverja lágmarksvirðingu fyrir því sem blaðamenn eiga að gera.“ Wikileaks hefur krafist þess að fá að vita hvaða upplýsingar bandarísk stjórnvöld stjórnvöld fengu frá Google en Kristinn er ekki vongóður um svör. „Ég hef engar væntingar til stjórnkerfis í þessu hnignandi veldi þar sem stjórnvöld hafa greinilega tekið þá afstöðu að reyna að stroka út allar glæstar yfirlýsingar um frelsi til tjáningar, verndun blaðamanna og almenna verndun mannréttinda. “
Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18
Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04