Good Morning America náði einstökum myndum á Breiðamerkurjökli Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 14:17 Breiðamerkurjökull hefur hörfað um átta kílómetra á rúmlega einni öld og nýtti Good Morning America jökulinn sem dæmi um áhrif hnattrænnar hlýnunar á jökla. Vísir/ABC Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Fréttateymi bandaríska sjónvarpsþáttarins Good Morning America var með beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli í dag þar sem dróna var flogið ofan í íshelli. Nefndist innslagið „Into the Ice“ þar sem ætlunin var að sýna fegurð jökulsins en um leið þau grafalvarlegu áhrif sem hnattræn hlýnun hefur á jökla.Töluvert umstang var vegna útsendingarinnar frá jöklinum. Uppsetningin tók þrjá daga þar sem tólf manna teymi lagði 1,2 kílómetra af kapli og þurfti að ganga um fjörutíu mínútur með útsendingarbúnaðinn svo þessi beina útsending gæti orðið að veruleika.ABC Breaking News | Latest News VideosJarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson segir í samtali við Vísi að Breiðamerkurjökull henti fullkomlega til að sýna fram á hve mikið jöklar hafa bráðnað undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar. „Á rúmlega einni öld hefur jökullinn hörfað um átta kílómetra og það er komið þarna 25 ferkílómetra lón undan jöklinum sem ekki sást neitt í árið 1934. Þannig að þetta eru mjög hraðar breytingar,“ segir Helgi. Jökullinn nær alveg niður að sjávarmáli og sjást breytingarnar á honum frá þjóðveginum.ABC Breaking News | Latest News Videos„Þú þarft ekki að fara til Suðurskautslandsins eða Grænlands. Þú ferð bara til Íslands og keyrir eftir þjóðveginum. Þannig að þetta er alveg einstakur staður og því ekki skrýtið að þau skuli koma hingað til að lýsa þessu svona fyrir fólki á svo auðveldan hátt,“ segir Helgi. Með bráðnun jökla hækkar yfirborð sjávarmáls sem ógnar byggðum við strandlengju og var það sérstaklega nefnt í umfjöllun Good Morning America að slíkt muni hafa töluverð áhrif á byggð í Flórída í Bandaríkjunum.Teymið sem kom að beinu útsendingunni.„Þessi þróun er áhyggjumál fyrir alla jarðarbúa. Það hækkar í sjávarmálinu og hafið mun ná lengra inn á land og þeir eru náttúrlega hræddir við það í Flórída. En þetta mun hafa áhrif víða, til að mynda á suður Indlandi og norður Evrópu, svo sem Hollandi og fleiri stöðum,“ segir Helgi. Þessi þróun var rædd í þaula á loftslagsráðstefnunni í París í síðasta mánuði og mun áhugi manna á þróun jökla hér á landi ekki minnka eftir þá ráðstefnu að mati Helga. Fréttateymi hafi áður fjallað um jökla Íslands og Helgi spáir því að komur erlendra fjölmiðla hingað til lands verði mun fleiri á komandi ári en áður hefur verið. ABC Breaking News | Latest News Videos
Tengdar fréttir Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi Ætla að sýna áhrif hnattrænnar hlýnuna á jökla. 5. janúar 2016 15:52
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28
Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Bandarískir áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. 3. febrúar 2015 20:15