Innlent

Gönguskórnir eru uppáhaldsparið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dr. Gunni með skónum sínum.
Dr. Gunni með skónum sínum.
Gönguskórnir eru uppáhaldsparið, segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða dr. Gunni eins og hann er oft kallaður. Gunnar á sjö og hálft par af skóm og segir að gönguskórnir hafi verið í stöðugri notkun í sumar. Hann stillti sér upp með skónum á mynd sem Elísabet Lára Gunnarsdóttir, 5. ára, tók af honum.

„Svo stefni ég á að kaupa nýtt par fyrir næsta sumar," segir Gunni í samtali við Vísi og á þar við nýtt par af gönguskóm. Hann gerir ekki ráð fyrir því að halda eftir gömlu gönguskónum þegar hann er búinn að kaupa sér þá nýju. „Ég er nú ekki geðveikur, ég fer ekki að geyma ónýta skó," segir hann í léttum dúr. „Ekki frekar en öðrum fötum," bætir hann við.

Sölvi með skónum sínum.mynd/ gva.
Skóeign karlmanna hefur vakið töluverða athygli frá því að Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður kom út úr skápnum með sína skó í Fréttablaðinu, ef svo má að orði komast. Sölvi greindi frá því að hann ætti 50 pör af skóm. „Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta," sagði Sölvi. Ekki eru nema tvö ár síðan áhugi Sölva á skóbúnaði kviknaði, en hann hefur verið iðinn við að bæta í safnið.


Tengdar fréttir

Á fimmtíu pör af skóm

„Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×