Erlent

Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi

Gary Glitter hlýðir á dómara kveða upp dóm yfir honum í morgun.
Gary Glitter hlýðir á dómara kveða upp dóm yfir honum í morgun. MYND/AP

Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra.

Dómaranum í réttarhöldunum þótti sýnt að framburður stúlknanna tveggja, sem voru tíu og ellefu ára þegar atburðirnir áttu sér stað, væri réttur og verjendur Glitters hefðu ekki fært fram neitt sem benti til sakleysis hans. Glitter var afar óhress þegar dómurinn féll og hrópaði yfir réttarsalinn að hann væri saklaus og þetta væri eitt stórt samsæri. Hann afplánar dóminn í Víetnam, en verður að því loknu fluttur burt úr landinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×