Gjöfin stóra Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma. Ég vil þakka foreldrum hans fyrir að segja okkur frá gjöf Skarphéðins og um leið votta þeim, fjölskyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Siv Friðleifsdóttir flutti þingsályktun um að ráðherra yrði falið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf. Á síðasta þingi afgreiddi velferðarnefnd málið frá sér, með breytingum þó, en það komst því miður ekki á dagskrá þingsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur nú lagt fram frumvarp um málið og það er á starfsáætlun velferðarnefndar. Nefndin kynnti sér málið vel og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málþing um siðferðileg álitamál vegna líffæragjafar. Ég leyfi mér að fullyrða að þingmenn séu almennt sammála um mikilvægi þess að fjölga líffæragjöfum. Breyting til að stuðla að því gæti verið að setja ætlað samþykki eða krafið samþykki í lög. Í síðara tilfellinu væri með skipulögðum hætti leitað eftir afstöðu fólks til mögulegrar líffæragjafar. Sumir siðfræðingar benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu. En ef til vill þarf ekki lagabreytingu. Á málþingi Siðfræðistofnunar kom fram að mikilvægasti áhrifaþátturinn á vilja fólks til að gefa líffæri væri að fram hefði farið almenn samfélagsumræða um mikilvægi líffæragjafar og spurningar sem vakna í kringum jafnviðkvæmt og stórt mál. Hvernig sem lögin um líffæragjöf verða þá er það alltaf réttur aðstandenda að neita. Umræða og fræðsla um líffæragjöf er því besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum. Gjöfin hans Skarphéðins og foreldra hans er því enn stærri en þau grunaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma. Ég vil þakka foreldrum hans fyrir að segja okkur frá gjöf Skarphéðins og um leið votta þeim, fjölskyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Siv Friðleifsdóttir flutti þingsályktun um að ráðherra yrði falið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf. Á síðasta þingi afgreiddi velferðarnefnd málið frá sér, með breytingum þó, en það komst því miður ekki á dagskrá þingsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur nú lagt fram frumvarp um málið og það er á starfsáætlun velferðarnefndar. Nefndin kynnti sér málið vel og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málþing um siðferðileg álitamál vegna líffæragjafar. Ég leyfi mér að fullyrða að þingmenn séu almennt sammála um mikilvægi þess að fjölga líffæragjöfum. Breyting til að stuðla að því gæti verið að setja ætlað samþykki eða krafið samþykki í lög. Í síðara tilfellinu væri með skipulögðum hætti leitað eftir afstöðu fólks til mögulegrar líffæragjafar. Sumir siðfræðingar benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu. En ef til vill þarf ekki lagabreytingu. Á málþingi Siðfræðistofnunar kom fram að mikilvægasti áhrifaþátturinn á vilja fólks til að gefa líffæri væri að fram hefði farið almenn samfélagsumræða um mikilvægi líffæragjafar og spurningar sem vakna í kringum jafnviðkvæmt og stórt mál. Hvernig sem lögin um líffæragjöf verða þá er það alltaf réttur aðstandenda að neita. Umræða og fræðsla um líffæragjöf er því besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum. Gjöfin hans Skarphéðins og foreldra hans er því enn stærri en þau grunaði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun