Innlent

Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir 8 og 9 ára börn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá og með 1. janúar 2018 munu svo öll börn yngri en 18 ára njóta gjaldfrjálsra tannlækninga.
Frá og með 1. janúar 2018 munu svo öll börn yngri en 18 ára njóta gjaldfrjálsra tannlækninga. Vísir/Getty
Frá og með 1. janúar næstkomandi verða tannlækningar 8 og 9 ára gamalla barna greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 króna árlegu komugjaldi.

Samningur um gjaldfrjálsar tannlækningar barna hefur komið inn í skrefum frá 15. maí 2013. Hann tekur til allra barna í bráðvanda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, óháð áfangaskiptingu samningsins. Þá er forsenda þess að Sjúkratryggingar Íslands greiði fyrir tannlæknakostnaðinn að barn sé skráð hjá heimilistannlækni en nú þegar hafa um 50.000 börn verið skráð.

Í byrjun tók samningurinn til 15-17 ára barna. Síðan hafa bæst við 3 ára börn og börn á aldrinum 10-14 ára. Frá og með 1. janúar 2018 munu svo öll börn yngri en 18 ára njóta gjaldfrjálsra tannlækninga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×